Sunday, July 10, 2011

MLP: FiM handrit fyrir þátt tvö

[Forðum daga í My Little Pony]
Twilight Sparkle: "Höfuðskepnur Samlyndis, sjá: Merin í tunglinu?"?
Spike: En það er bara gömul þjósnsaga.
Twilight Sparkle: Hún mun koma á eilífri nótt.
Twilight Sparkle: Það er bráðnauðsynlegt að prinsessan er látin vita strax.
Twilight Sparkle: Sko? Ég vissi að hún myndi vilja gera eitthvað strax.
Spike: Mín kæra Twilight. Það er meira til í lífi hæsana heldur en að læra. Fáðu þér einhverja vini.

Pinkie Pie: [gasp]
Twilight Sparkle: Allir hæsanarnir eru brjálaðir!
Twilight Sparkle: Ég vona að prinsessan hafi rétt fyrir sér.
Rarity: Hún er horfin.
Twilight Sparkle: Æ nei. Martraðar tungl!
Nightmare Moon: [illur hlátur]
Nightmare Moon: [hlær]
Mayor: Grípið hana! Bara hún veit hvar prinsessan er!
Nightmare Moon: burt, folöldin ykkar! [laughs]
Rainbow Dash: Komdu hérna! [pants] Nótt? Að eilífu? Hvert er hún að fara?
Spike: Öh... við þurfum að stöðva martröð!...
Twilight Sparkle: Þú ert búinn að vaka alla nótt, Spike. Þú ert nú dreka ungi. Höfuðskepnur, höfuðskepnur, höfuðskepnur... Ogh! Hvernig stöðva ég Martraðar Tungl án Höfuðskepna Samlyndis?
Rainbow Dash: Og hvað eru eiginleg Höfuðskepnur Samlyndis? Og hvernig vissir vissir þú um Martraðar Tungl, hah? Ertu njósnari? Vó!
Applejack: Róaðu þig, Hreggviður. Hún er ekki neinn njósnari. En hún veit víst hvað er í gangi er það ekki, Twilight?
Twilight Sparkle: Ég veit allt um spádóminn um Martraðar Tungl. Einhverjir dularfullir hlutir kallaðar Höfuðskepnur Samlyndis eru það eina sem getur stöðvað hana, en ég veit ekki hvar þær eru, hvar á að finna þær, ég veit ekki einu sinni hvað þær gera!
Pinkie Pie: "Höfuðskepnur Samlyndis: Tilvísana Leiðsögn."
Twilight Sparkle: Hvernig fannstu þetta?!
Pinkie Pie sing-song: Það var undir “H”!
Twilight Sparkle: Ó. Það eru sex Höfuðskepnur Samlyndis, en bara fimm eru þekktar: Kærleiki, Hlátur, Gjafmildi, Heiðarleiki, og Tryggð. Hin sjötta er algjör ráðgáta. Það er sagt að síðasta þekkti staðurinn sem höfuðskepnurnar fimm voru í er hinn forni kastali konunglegu hæsana systranna. Staðsettur þar sem nú er--
Everypony: Alfrjálsi Skógurinn!
Pinkie Pie: Jei! Drífum okkur!
Twilight Sparkle: Bíðið. Sko, ég þaka boðið en ég myndi frekar gera þetta ein.
Applejack: Ekki sjens, sykurmoli. Við ætlum ekki að leyfa vini okkar að fara í þann krípí stað eina. Við verðum föst við þig eins og karamella á epli.
Pinkie Pie: Sérstaklega ef það eru karamellu epli þar. Hvað? Þau eru góð.
Twilight Sparkle: [sigh] Þannig að engin ykkar hefur farið þar áður?
Rarity: Guð nei! Sjáðu hann bara – hann er skelfilegur.
Applejack: Og hann er ekki eðlilegur. Fólk segir að hann virki ekki eins og Equestria.
Twilight Sparkle: Hvað á það að þýða?
Rainbow Dash: Enginn veit. Vitið af hverju?
Applejack: Rainbow, hættu þessu.
Rainbow Dash: því allir sem hafa farið inn, hafa aldrei komið ÚT.
[scream]
Rainbow Dash: Fluttershy! Fljót!
Fluttershy: Ó hamingjan, Ó hamingjan.
[Pinkie Pie öskrar]
Applejack: Bíðið! Ég er að koma!
Twilight Sparkle: Applejack! Hvað á ég að gera?
Applejack: Slepptu.
Twilight Sparkle: Ertu klikkuð?
Applejack: Nei ég er það ekki. Ég lofa að þú verður örugg.
Twilight Sparkle: Það er ekki satt!
Applejack: Heyrðu nú mig. Það sem ég er að segja þér er algjör sannleiki. Slepptu, og þú verður örugg.
Twilight Sparkle: [screams] Hjúkk.
Fluttershy: Afsakið stelpur. Ég er ekki vön að halda á meiru en einum eða tveimur kanínum
[Animal roars]
Rainbow Dash: Og þegar Pinkie og Rarity voru bjargaðar, Whoosh... ég og Fluttershy loop-de-loop í kring og BAM! Náðum þér rétt í tíma.
Twilight Sparkle: Já, Rainbow, ég var þar, og ég er mjög þakklát en við þurfum a--[Gasp] {martykvar3}!
Manticore: [roar]
Twilight Sparkle: Við þurfum að ná í gegnum hann!
Rarity: taktu þetta, fanturinn þinn!
Manticore: [roar]
Rarity: Hárið mitt! Vúp--
Fluttershy: Bíðið.
Applejack: Jí-Ha! Bítt' í þig, Hreggviður.
Fluttershy: Bíðið.
Applejack: Vó! Þú mátt haf' 'ann, lagsi.
Rainbow Dash: Ég vinn í því.
Fluttershy: Bíðið!
Twilight Sparkle: Rainbow!
Fluttershy: BÍÐIÐ! Ussss... það er í lagi. Ó, aumingja litla barnið.
Rainbow Dash: Litla?
Fluttershy: Þetta gæti meitt í smástund.
Everypony: Fluttershy!
Fluttershy: [giggles] Ooo, þú ert bara lítil kisulóra, er það ekki? Já þú ert það, já þú ert það.
Twilight Sparkle: Hvernig vissirðu um þyrninn?
Fluttershy: Ég vissi það ekkert. Stundum þurfum við bara að vera sýnd smá kærleika.
Rarity: Eugh. Augun mín þurfa að hvílast eftir alla þess mykju. Ég meinti það samt ekki bókstaflega.
Twilight Sparkle: Þessi forna rúst gæti verið beint fyrir framan nefið okkar og við myndum ekki vita það.
Rarity: Afsakaðu ég sá þig ekki þarna.
Rainbow Dash: Þarna... guh...
Applejack: æ bíðið, ég held ég steig í eitthvað.
Fluttershy: [öskur]
Applejack: Það er bara leðja. Ahh!
[öskrar]
Pinkie Pie: [hlær] Blöh. Úúú! [{satanista bænir1}]
Twilight Sparkle: Pinkie, hvað ertu að ger?! Hlauptu!
Pinkie Pie: æ, stelpur, sjáið'ið ekki?
{When I was a little filly and the sun was going down2}
Twilight Sparkle: Ekki segja mér að hún sé að...
The darkness and the shadows, they would always make me frown
Rarity: Hún er það.
I'd hide under my pillow from what I thought I saw
But Granny Pie said that wasn't the way to deal with fears at all
Rainbow Dash: Hvernig þá?
She said: Pinkie, you gotta stand up tall, learn to face your fears
You'll see that they can't hurt you, just laugh to make them disappear
Pinkie Pie: HA HA HA! [ponies gasp]
So, giggle at the ghostly
Guffaw at the grossly
Crack up at the creepy
Whoop it up with the weepy
Chortle at the kooky
Snortle at the spooky
Pinkie Pie: Og segðu stóra heimska smettinu að drulla sér og láta þig vera og ef 'ann heldur að hann geti hrætt þig þá hefur hann allt annað að fást við og það er svo fáránleg hugmynd að þú vilt bara HAHAHAHA...heh...
HLÆJAAAAAA!
[hlátur]
Pinkie Pie: Hvernig munum við fara yfir þetta?
[distant cry]
Pinkie Pie: Ha?
Steven Magnet: [kjökrandi] Þvílíkur heimur, þvílíkur heimur.
Twilight Sparkle: Afsakaðu herra. Hví eruð þér að væla?
Steven Magnet: Jah, ég veit ekki. Ég var bara að sitja hérna, að gera mitt eigið drasl, þegar þetta litla hallærislega ský af fjólubláum reyk bara þeyttist framhjá mér og reif af mér hálft elsku yfirvaraskeggið mitt, og nú lít ég bara hræðilega út.
Rainbow Dash: Æ, í alvörunni.
Applejack: Er allt þetta út af því?
Rarity: Já, auðvitað. Hvernig getið þið verið svona óviðkvæm? Lítið bara á hann. Svo yndislegt lýsandi hreistur.
Steven Magnet: [sniffs] Ég veit.
Rarity: Og fimlega greidda hárið þitt.
Steven Magnet: Ó, ég veit, ég veit.
Rarity: Og ótrúlega naglasnyrtingin þín.
Steven Magnet: [gasp] Það er svo satt!
Rarity: Allt eyðilagt án fallega yfirvaraskeggsins.
Steven Magnet: Það er satt, ég er forljótur!
Rarity: Ég get ekki leyft þvílíkum glæp gegn tísku að fara óhefndum.
Steven magnet: [yelp] Af hverju gerðirðu þetta?
Twilight Sparkle: Rarity, Hvað ertu að--
Steven Magnet: [moans] Oh-hohohoho! Yfirvaraskeggið mitt. En yndislegt.
Rarity: Þú lítur glæsilega út.
Twilight Sparkle: Æ, Rarity, fallega taglið þitt...
Rarity: Ó. Það er allt í lagi, elskan. Stutt tögl eru í tísku núna. Svo vex það líka aftur.
Rainbow Dash: líka skeggið.
Twilight Sparkle: [gasp] Við getum farið yfir núna. Förum. Ah!
Steven Magnet: leyfið mér.
Twilight Sparkle: þarna er það, rústin sem heldur Höfuðskepnum Samlyndis. Við náðum því
Applejack: Twilight, bíddu eftir okkur.
Twilight Sparkle: Við erum næstum komin. Vó!
Rainbow Dash: Hvað er með þig og að falla af klettum í dag?
Pinkie Pie: Hvað nú?
Rainbow Dash: Döh.
Pinkie Pie: Ó, einmitt.
Voice: Rainbow... Rainbow...
Rainbow Dash: Hver er þar? Ég er ekki hrædd við þig! Sýndu þig!
Voice: Við höfum beðið spennt eftir besta flughæsana í Equestria.
Rainbow Dash: Hver?
Voice: Nú, þú auðvitað.
Rainbow Dash: Í alvöru?! Ég meina...ó já ég. Hey, hérna, værirðu til í að segja Undraþrumunum það? Því ég hef verið að reyna komast í þann hóp í geðveikt langan tíma.
Voice: Nei, Rainbow Dash. Við viljum að þú komir með okkur, Skuggaþrumunum.
Shadowbolt: Við erum besta loft liðið í Alfrjálsa Skóginum, og bráðum bestir í Equestria, en fyrst þurfum við kaptein. Stórkostlegustu--
Rainbow Dash: jepp.
Shadowbolt: Skjótustu--
Rainbow Dash: Já.
Shadowbolt: Hugrökkustu flugmeri í öllu landinu.
Rainbow Dash: Já, [lágur hlátur] það er allt satt.
Shadowbolt: Við þurfum... þig.
Rainbow Dash: VÚHÚ! Skráið mig. En leyfið mér bara að binda þessa brú eldhratt og við höfum díl.
Shadowbolt: Nei! Það eru þær eða við.
Twilight Sparkle: Rainbow, hvað er að tefja þig? Æ nei. Rainbow! Ekki hlusta á þau.
Shadowbolt: Jæja?
Rainbow Dash: þér... Þakka þér! Fyrir boðið meina ég, en ég er hrædd um að ég þurfi að segja nei.
Rainbow Dash: Sko? Ég myndi aldrei bregðast vinum mínum.
Applejack: Vó. Koddu, Twilight. Hefur'u ekki verið að bíða eftir þessu?
Twilight Sparkle: Höfuðskepnur samlyndis ég fann þær. Varlega, Varlega!
Pinkie Pie: Ein, tvær, þrjár, fjórar... það eru bara fimm
Rainbow Dash: hvar er hin sjötta?
Twilight Sparkle: Bókin sagði: þegar hinar fimm eru viðstaddar, mun gneisti birta hina sjöttu.
Applejack: Hvað í háinu þýðir það eiginlega?
Twilight Sparkle: Ég er ekki viss, en ég hef hugmynd. Á brott með ykkur. Ég veit ekki hvað mun gerast.
Applejack: Svona nú allar. Hún þarf að einbeita sér.
Twilight Sparkle: Aah!
Everypony: Twilight!
Twilight Sparkle: Höfuðskepnurnar!
[All five ponies talking over each other: Fluttershy: Twilight? Applejack: Hvað? Rarity: Hvert fór hún? Pinkie Pie: Hvað gerðist? Rainbow Dash: Hvað er að gerast?]
Applejack: Twilight, Hvar ertu?
Rarity: Sjáið!
Applejack: Komið!
Nightmare Moon: [evil laugh]
Twilight Sparkle: [gasp]
Nightmare Moon: Þú ert að djóka. Þú ert að djóka er það ekki?
Twilight Sparkle: [groan] bara einn gneisti. Koma svo, koma svo. gaas!
Nightmare Moon: Nei, nei!
Twilight Sparkle: [gasp] En... Hvar er sjötta höfuðskepnan?!
Nightmare Moon: [laughter] litla folald! Hélstu að þú gætir sigrað mig? Nú muntu aldrei sjá prinessuna þína eða sólina! Nóttin mun endast að eilífu! [evil laugh]
[All five ponies talking over each other: Pinkie Pie: Engar áhyggjur Twilight, við erum hérna. Applejack: Ekki baka áhyggjur, við verðum þarna.]
Twilight Sparkle: [gasp] Þú heldur að þú getir eytt Höfuðskepnum Samlyndis sísvona? Ja, Þú hefur rangt fyrir þér því andar Höfuðskepna Samlyndis er einmitt hérna.
Nightmare Moon: Ha?
Twilight Sparkle: Applejack, sem hughreysti mig þegar ég efaðist táknar anda... Heiðarleika!
Twilight Sparkle: Fluttershy, sem tamdi martykvar með vorkunn sinni táknar anda... Kærleika!
Twilight Sparkle: Pinkie Pie, sem rak burt ótta með því að flissa framan í hættu, táknar anda... hláturs!
Twilight Sparkle: Rarity, sem róaði höggorm með táknrænni gjöf táknar anda... gjafmildi
Twilight Sparkle: Og Rainbow Dash, sem gat ekki yfirgefið vini sína fyrir drauminn sinn táknar anda... tryggðar!
Twilight Sparkle: Andar þessara fimm hæsana náði okkur í gegnum allar hindranir sem þú gafst okkur.
Nightmare Moon: Þú hefur samt ekki sjöttu höfuðskepnuna! Gneistin virkaði ekki!
Twilight Sparkle: Jú víst! En öðruvísi gneisti. [lítur á hina hæsanana] ég fanna það um leið og áttaði mig á því hvað ég varð glöð að heyra í ykkur, að sjá ykkur, hvað mér þykir kært um ykkur. Gneistinn sem var kveiktur inn í mér þegar ég fattaði að þið eruð öll – vinir mínir. Af því að, Martraðar Tungl, þegar það er kveikt í höfuðskepnunum með... gneistanum, sem býr í okku öllum, skapar það sjöttu höfuðskepnuna: höfuðskepnu... galdra.
Nightmare Moon: NEEEIII! NEEI!
Rainbow Dash: gah, höfuðið mitt.
Applejack: Er í lagi með alla?
Rarity: Ó, hamingjan.
Fluttershy: Rarity, þetta er svo flott.
Rarity: Ég veit! Ég mun aldrei skilja við það aftur.
Fluttershy: Nei. Hálsmenið þitt. Það er alveg eins og {sætu merkið4} þitt.
Rarity: Úúh. Líka þitt.
Fluttershy: [gasp] Pinkie Pie: Sjáið mitt! Sjáið mitt!
Rainbow Dash: Óó já.
Applejack: Vá, Twilight! Ég hélt þú varst bara að rugla eitthvað, en ég held að við táknum í alvörunni frumþætti vináttu.
Princess Celestia: Það gerið þið vissulega.
Twilight Sparkle: Celestia.
Princess Celestia: Twilight Sparkle, dyggi nemandi minn. Ég vissi að þú gætir það.
Twilight Sparkle: En... þú sagðir mér að það væri bara gömul þjósnsaga.
Princess Celestia: Ég sagði að þú þyrftir eignast vini, ekkert meira. Ég sá merkin um endurkomu Martraðar tungls og ég vissi að þú hafðir galdrana til að rústa henni, en þú gast ekki sleppt þeim nema ef þú hleyptir sannri vináttu í gollurhúsið þitt. Ef bara einhver önnur myndi gera það líka. Lúna.
Princess Luna: [gasp]
Princess Celestia: Það hafa liðið þúsund ár síðan ég sá þig svona. Tími til kominn komast yfir muni okkar. Við áttum að ráða saman, litla systir.
Everypony: Systir?
Princess Celestia: Viltu taka við vináttu minni?
Pinkie Pie: Vó!
Princess Luna: Fyrirgefðu! Ég saknaði þín svo mikið, {Tia5}!
Princess Celestia: Ég saknaði þín líka.
Pinkie Pie: [snýtir sér] [kjökrar] Hey vitið hvað þetta þýðir?
Pinkie Pie: Partý!
[music and cheering ponies]
Princess Celestia: Hví svona leið, dyggi nemandi minn? Ertu ekki glöð að verkefnið er búið og þú getur haldið áfram að læra í Meringrad?
Twilight Sparkle: Það er einmitt málið. Einmitt þegar ég lærði hversu æðislegt það er að eiga vini þarf ég að fara frá þeim.
Princess Celestia: Spike, skrifaðu bréf. Ég, Celestia prinsessa, lýsi því yfir að hér með muni einhyrningurinn Twilight Sparkle fást við nýtt verkefni í Equestria. Hún mun halda áfram að læra um töfra vináttu. Hún mun skrifa mér niðurstöður sínar frá nýja lögheimili sínu í Faxdad.
[
hæsanar fagna]
Twilight Sparkle: Þakka þér, Celestia! Ég mun en læra en meira en nokkurntíma áður.
[hæsanar fagna]
Pinkie Pie: Er 'ett' ekki spennandi? [gasp] ertu spenntur því ég er spennt og ég hef aldrei verið svona spennt, ja, nema þegar ég var bara [gasp] en ég meina--
[tónlist]
[kredits]

1: Satanista bænir. Það stendur "funny noises" í upprunalega en mér fannst það ekki þýðast vel, það mun ekki koma fram í subinu og helvítis grúsní grúsní fólkið(brandari, ekki taka þessu alvarlega) gerði Spitfire að kalli þannig að þetta er bara fínt.

2: Já! Er það ekki bara!? Gangi þér vel að þýða þetta, það er ekki séns að ég nái því! En án djóks ef þú hefur áhuga á að þýða það og nærð því máttu endilega láta mig vita og þú færð fullt kredit fyrir það.

3: Martykvar. Fann ekki þýðingu á "manticore" svo ég afbakaði upprunalegu persneskuna

4: Sætu merki. besta þýðingin sem ég gat hugsað mér. endilega láttu mig vita ef þú færð betri hugmynd að þýðingu.

5: Tia. Upprunalega er "big sister" en mér fannst "ég saknaði þín svo mikið, stóra systir" vera eitthvað hallærislegt svo ég notaði bara fanon gælunafnið sem Luna notar á Celestiu. Til er annað gælunafn sem er Celly, en mér fannst það ekki passa eins vel og Tia.

No comments:

Post a Comment