Saturday, July 9, 2011

MLP:FiM handrit fyrir þátt 1

Note: ef að orð eða setning eru í svona sviga{} þýðir það að það er útskýring á þýðingunni fyrir neðan handritið, og talan í sviganum(í italic bold) segir hvar þú finnur hana.

Intro: einu sinni, fyrir langa löngu. Í galdralandinu {Equestría1} voru tvær konunglegar systur sem réðu saman og komu á samlyndi fyrir allt landið.
Til að gera það reisti eldri systirin sólina að dögun með einhyrnings kröftum sínum, og hin yngri reisti tunglið til að hefja nóttina. Þannig héldu systurnar uppi jafnvægi í ríkinu og meðal þegna sinna, allar hinar mismunandi tegundir {hæsana2}.
En eftir því sem tíminn leið varð yngri systirin fyrtin; hæsanarnir nutu og léku sér um daginn sem eldri systir hennar kom á, en sneiddu hjá og sváfu í gegnum fallegu nóttina hennar.
Einn örlögþrunginn dag neitaði yngri einhyrningurinn að lækka tunglið fyrir dögunina. Eldri systirin reyndi að sannfæra hana en biturleikinn í barmi hennar hafði breytt í illkvittna hryssu myrkurs, Martraðar Tungl! Hún svór að hún myndi hylja landið í eilífri nótt.
Með tregðu notaði eldri systirin öflugustu galdra þekkt fyrir hæsankyni, {Höfuðskepnur3} Samlyndis. Með göldrum Höfuðskepna Samlyndis sigraði hún yngri systur sína og vísaði systur sinni til tunglsins til eilífðarnóns.
Eldri systirin tók ábyrgð fyrir bæði sólinni og tunglinu og samlyndi hefur verið haldið við í Equestria í margar kynslóðir síðan þá.
Twilight Sparkle: hmm, Höfuðskepnur Samlyndis? Ég veit að ég hef heyrt um þær áður, en hvaðan?
Twinkle: Þarna ertu, Twilight. Moondancer ætlar að halda dálitla samkomu í vestur kastalagarðinum. Viltu koma með?
Twilight Sparkle: Aah... afsakið stelpur. Ég hef mjög mikið að læra í dag.
Twinkle: *sighs*Gerir þessi hæsani eitthvað annað en að læra? Vitið, ég held að hún hafi meira áhuga á bókum en vinum.
Twilight Sparkle: Ég veit að ég hef heyrt um Höfuðskepnur Samlyndis áður. Spike? Spiiiiike?
Spike!? Þarna ertu!
Snöggur, finndu handa mér gömlu bókina Forspár og Spádómar.
Til hvers er þetta?
Spike: ja, það var gjöf handa moondancer, en...
Twilight Sparkle: oh, spike, þú veist að við höfum ekki tíma fyrir þannig hluti
Spike: En við erum í fríi!
Twilight: nei, nei, nei, nei nei nei! Agh, Spike!
Spike: Hún er hérna!
Twilight: aah! Höfuðskepnur, höfuðskepnur, há, há, há, há... aha! Höfuðskepnur Samlyndis, sjá merin í tunglinu?
Spike: Merin í Tunglinu? En það er bara gömul þjósnsaga
Twilight: Meri, meri... aha! Merin í Tunglinu, goðsögn frá fornhæsana tímum. Öflugur hæsani sem vildi ráða Equestria; sigruð af Höfuðskepnum Samlyndis og fönguð í tunglinu, helgisaga hermir að á lengsta degi þúsundasta árs munu stjörnurnar hjálpa henni að sleppa og hún mun koma á eilífri nótt.
Spike! Veistu hvað þetta þýðir?
Spike: nei- aaaaaah! Úff
Twilight: skrifaðu bréf til prinsessunnar
Spike: Ókí-dókí
Twilight: Elsku kennari minn.
Rannsóknir mínar á hæsana göldrum hefur leitt til þess að ég uppgötvaði að við erum á þverhnípi hörmungar.
Spike: Bíddu! Þverhní- þverhní-
Twilight: þröskuldi?
Spike: ööh...
Twilight: brún?
Twilight: agh! Að eitthvað slæmt er að fara að gerast
Twilight: Af því að, hin goðsagnakennda meri í tunglinu er í rauninni Martraðar Tungl!
Og hún mun koma til Equestria til að koma á eilífri nótt. Eitthvað þarf að gera til að koma úr skugga um að þessi hræðilegi spádómur rætist ekki.
Ég bíð eftir fljótu svari. Þinn dyggi nemandi Twilight Sparkle.
Spike: Twi-light Spar-kle! Hef það!
Twi: Frábært, sentu það.
Spi: Núna?
Twi: auðvitað!
Spi: Æ, ég veit ekki Twilight, Celestia er nokkuð upptekin með {sumarsólstöðuhátíðina4}. Og bara tveir dagar í það
Twi: Það er einmitt málið, Spike. Eftir tvo daga verður þúsundasta sumarsólstöðuhátíðin haldin. Það er bráðnauðsynlegt að prinsessan veit af því eins fljótt og hægt er.
Spi: Bráðnauðsy- bráðnauðsy-
Twi: Mikilvægt!
Spi: Ókei, Ókei! svona, það er á leiðinni. Ég myndi ekki halda í mér andanum.
Twi: Ó, ég hef engar áhyggjur; prinsessan treystir mér algjörlega. Í öll þau ár sem hún hefur verið kennari minn hefur hún aldrei nokkurntíman efast um mig. Ég vissi að hún vildi að ég myndi strax gera eitthvað í málinu.
Spi: *ræskir sig* Elsku dyggasti nemandi minn.
Þú veist að ég met kostgæfni þína og að ég treysti þér algjörlega--
{Twilight Sparkle5}: Mm-Hm. 
Spike: --En þú þarft að taka nefið þitt úr þessum gömlu rykugu bókum.
Twilight Sparkle: [gasp]
Spike: Elsku Twilight mín. Það er meira til í lífi ungs hæsana en að læra, svo ég ætla að láta þig yfirsjá undirbúninginn fyrir Sumarsólstöðuhátíðina þar sem hún tekur sér stað í ár, {Faxdad6}, og ég hef ennþá mikilvægara verkefni fyrir þig að klára: eignast einhverja vini.
Twilight Sparkle: [groan]
Spike: Líttu á björtu hliðarnar, Twilight. Prinsessan sá til þess að þú fengir að búa í bókasafninu. Gleðir það þig ekki?
Twilight Sparkle: Já! Já það gerir það. Veistu af hverju? Því ég hef rétt fyrir mér. Ég mun tjékka á undirbúningnum eins hratt og ég get, svo fer ég í bókasafnið og finn sannanir um endurkomu Martraðar Tungls.
Spike: En hvenær muntu eignast vini eins og Prinsessan sagði þér að gera?
Twilight Sparkle: Hún sagði mér að tjékka á undirbúningnum. Ég er nemandi hennar og ég geri mína konunglegu skyldu, en örlög Equestriu reiða ekki á að ég eignist vini, Takk fyrir herrar
[Royal guards huff]
Spike: Kannski hafa hæsanarnir í Faxdad eitthvað áhugavert að tala um? Komm on Twilight, reyndu bara.
Twilight Sparkle: Öh... Hæ?
Pinkie Pie: [gasp]
Twilight Sparkle: Ja, þetta var jú áhugavert.
Spike: [sigh]
Spike: Sumarsólstöðuhátíðin, Gátlisti Formlegs Umsjónarmanns: Númer eitt: hlaðborðs undirbúningur, Sætu Epla Akrar.
Applejack: JÍ-HA!
Twilight Sparkle: [sigh] Ljúkum þessu bara af. Góðan dag. Ég heiti Twilight Sparkle--
Applejack: Jah, Sælinú Twilight. Ánægja að kynnast þér. Ég heiti Applejack. Við hérna á Sætu Eplu Ökrum elskum að eignast nýja vini.
Twilight Sparkle: Vinir? Öh, í rauninni--
Applejack: Hvað getum við svo gert fyrir þig?
Spike: [fliss]
Twilight Sparkle: Ahem... Jah, Ég er nú hérna til að yfirsjá undirbúninginn fyrir Sumarsálstöðuhátíðina. Þú hefur þá stjórn með matnum?
Applejack: Það höum við vissulega. Værir'u til í að prufa eitthvað?
Twilight Sparkle: Svo lengi sem það tekur ekki of langan tíma.
[þríhorn tinging] Applejack: Matur allir! Jæja, hví kynni ég ykkur ekki fyrir Apple fjölskyldunni þá?
Twilight Sparkle: Takk en ég þarf virkilega að flýta mér...
Applejack: Þetta hérna er Apple Fritter, Apple Bumpkin, Red Gala, Red Delicious, Golden Delicious, Caramel Apple, Apple Strudel, Apple Tart, Baked Apple, Apple Brioche, Apple Cinnamon Crisp... [gasp] Stóri Macintosh, Apple Bloom, ooooog Amma Smith. Upp og á þá Amma Smith, we höfum gesti.
Granny Smith: [hrot] ha-HA--? Matur, ég er hér, ég er að koma, ég er að koma...
Applejack: Jah, ég myndi segja að þau eru þegar hluti af fjölskyldunni.
Twilight Sparkle: [spit] [giggle nervously] Ókei, jaaaa, Ég get séð að matar ástandið er undir stjórn, svo við skulum bar halda áfram.
Apple Bloom: Ætlarðu ekki að fá þér brunch með okkur?
Twilight Sparkle: Sorrí, en við höfum helling að gera þannig að...
Apple family: Ohhhhh...
Twilight Sparkle: Allt í lagi.
Apple family: [cheers]
Spike: Maturinn er kominn. Næst er veðrið.
Twilight Sparkle: oh... ég borðaði of mikið af bökum.
Spike: Hm... Það á að vera pegasus hérna sem heitir Rainbow Dash að skýra himininn.
Twilight Sparkle: Hún er þá ekki að standa sig of vel er það nokkuð? Ugh! [grumble]
Rainbow Dash: [giggle] Öh, Afsakaðu. [giggle] Leyfðu mér að hjálpa þér. [giggles] Úps. Égofgerði það er það ekki? Öm, Öh, hvað um þetta? Mín eigin einkaleyfða Rain-Blow-Dry. Nei,nei ekki þakka mér, þér er velkomið. [laughs]
Spike: [laughs]
Twilight Sparkle: leyf' mér að giska, þú ert Rainbow Dash.
Rainbow Dash: hin eina og sanna! Hví? heyrt um mig eða?
Twilight Sparkle: Ég heyrði að þú átt að halda himninum skýrum. [sigh] Ég heiti Twilight Sparkle, Prinsessan senti mig til að tjékka á veðrinu.
Rainbow Dash: Já, já. Það verður ekkert. Ég geri það eftir smá, um leið og ég er búin að æfa mig.
Twilight Sparkle: Æfa þig fyrir hvað?
Rainbow Dash: Undraþrumurnar. Þau ætla að sýna á hátíðinni á morgun og ég ætla að sýna þeim hvað ég get.
Twilight Sparkle: Undraþrumurnar?
Rainbow Dash: jepp.
Twilight Sparkle: Hæfileikaríkustu flughæsanar í öllu Equestria?
Rainbow Dash: Það eru þeir.
Twilight Sparkle: Já, einmitt. Þau myndu aldrei taka við pegasusi sem getur ekki einu sinni haldið himninum skýrum í einn dag.
Rainbow Dash: Hey! Ég gæti skýrt himinininn á sléttum tíu sekúndum.
Twilight Sparkle: Sannaðu það.
Rainbow Dash: [grunts] Loop-de-loop í kring og BAMM! Hvað sagð' ég? Tíu. Sekúndur. Slétt. Ég myndi aldrei bregðast Faxdad. Ha ha, þú ættir að sjá svipinn á þér. Hah, þú ert {meistari7}, Twilight Sparkle. Ég get ekki beðið eftir hanga saman meira.
Spike: VÓH. Hún er geggjuð! [chuckle] Bíddu. Það verður nokkuð snoturt þegar maður venst því.
Spike: Skreytingar. Fallegt.
Twilight Sparkle: Já. Skrautið er að koma nokkuð vel út. Þetta ætti að vera fljótt. Ég verð í bókasafninu eftir enga stund. Sannarlega fallegt.
Spike: Ekki skrautið, hún.
Rarity: Nei. Nei. Nei. Óh, hamingjan nei.
Spike: Hvernig eru gaddarnir mínir? Eru þeir beinir?
Twilight Sparkle: Góðan dag.
Rarity: Augnablik, elskan. Ég er “í svæðinu” eins og er sagt. Ó, já. Glitur virkar alltaf, finnst þér ekki? Ó, Rarity þú ert hæfileiki. Jæja, hvað get ég gert fyrir þiiiaAAAAH! Ó hamingjan. Elskan, Hvað gerðist eiginlega við dú-ið þitt?
Twilight Sparkle: Ó, Þú meinar faxið mitt? Jah, það er löng saga. Ég ætla bara að tjékka á skreytingunum og þá fer ég úr hárinu þínu.
Rarity: Úr mínu hári? Hvað um þitt hár?
Twilight Sparkle: Bíddu, hvert erum við að fara? Hjálp!
Rarity: Nei. Nei. mh-hm. Of grænt. Of gult. Of {poofy8}. Ekki nógu poofy. Of skrúðugt. Of skínandi. Haltu áfram, vinan. Þú varst að segja mér hvaðan þú ert.
Twilight Sparkle: Ég [grunt] var... sent... frá {Meringrad9}... ti--
Rarity: Ha? Meringrad? Oh, Ég er svo öfundsjúk. Töfrarnir, fágunin. Ég hef alltaf dreymt um að búa þar. Ég get ekki beðið eftir að heyra allt um það. Við eigum eftir að vera bestu vinir, Þú og ég. Smaragð? Hvað var ég að hugsa? Leyf' mér að ná í rúbína handa þér.
Twilight Sparkle: Fljótur, áður en hún ákveður að lita kápuna mína í nýjum lit.
Spike: Var hún ekki yndisleg?
Twilight Sparkle: Einbeittu þér, Casanova. Hvað er næst á listanum?
Spike: [ræskir sig] Ó. tónlist. Það er það síðasta.
[fuglar syngja]
Fluttershy: Ó ömm. Öh, hættið, gerir það, öll. Öm, afsakaðu mig herra. Ég meina ekkert með því en, ryþminn þinn er pínku-ponsu lítið úr takti. Jæja, fylgið mér, vinsamlegast. Einn. Og tveir. Og einn-tveir-þrí--
Twilight Sparkle: Halló! Óh. Fyrirgefðu. Ég ætlaði ekki að hræða fuglana þína. Ég er bara hérna til að tjékka á tónlistinni og hún hljómar yndislega. Ég heiti Twilight Sparkle. Hvað heitir þú?
Fluttershy: Öm... [muldrandi: ég heiti Fluttershy.]
Twilight Sparkle: afsakaðu, hvað sagðirðut?
Fluttershy: Öh... [muldrandi: Ég heiti-öm- Fluttershy.]
Twilight Sparkle: náði þessu ekki alveg.
Fluttershy: [tístandi: Fluttershy.]
Twilight Sparkle: Jæja, öm, lítur út fyrir að fuglarnir eru komnir aftur, svo það er líklega allt í fína. Gerðu þitt besta.
Fluttershy: [tístandi: Það var ekkert.]
Twilight Sparkle: Óóóóókei. Jæja, þetta var auðvelt.
Fluttershy: Dreka ungi! Ú, Ég hef aldrei séð dreka unga áður. Hann er svo krúttlegur.
Spike: Jæja já.
Fluttershy: Óh, hann talar. Ég vissi ekki að drekar gætu talað. Það er bara svo svakalega æðislegt. Ég... ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja.
Twilight Sparkle: Jah, í því lagi, er best að við drífum okkur.
Fluttershy: Bíddu, bíddu. Hvað heitir hann?
Spike: Ég heiti Spike.
Fluttershy: Hæ, Spike. Ég heiti Fluttershy. Vá, talandi dreki! Og um hvað tala drekar?
Spike: Jah, Hvað viltu vita?
Fluttershy: Algjörlega allt!
Twilight Sparkle: [groan]
Spike: Jah, ég byrjaði sem lítið, sætt fjólublátt og grænt egg.
Spike: Og það er hin óstytta saga alls lífs míns. Jah, þangað til í dag. Viltu heyra um daginn í dag?
Fluttershy: Ó já, endilega!
Twilight Sparkle: Æ, fyrirgefið. Hvernig komumst við hingað svo hratt? Hérna mun ég búa í Faxdad, og aumingja dreka unginn minn þarf svefninn sinn.
Spike: Nei ég þarf það ekki. Waah!
Twilight Sparkle: ooooo, líttu a 'ann. Hann er svo syfjaður að hann getur ekki einu sinni haldið jafnvægi.
Fluttershy: Aumingja hann. Þú þarft að setja hann í rúmið.
Twilight Sparkle: Já já. Við vinnum strax að því. Jæja, góða nótt.
Spike: Höh. dónaleg much?
Twilight Sparkle: Afsakaðu, Spike, en ég þarf að sannfæra prinsessuna um að Martraðar Tungl sé að koma og við erum að verða uppiskroppa með tímann. Ég þarf bara að vera ein svo ég geti lært án þess að hellingur af brjáluðum hæsönum séu að reyna að verða vinir alltaf. Hvar er nú ljósrofinn?
Ponies: {ALLAHU AKHBAR10}!
Twilight Sparkle: [groan]
Pinkie Pie: Til hamingju! Hæ. Ég heiti Pinkie Pie og ég hélt þetta partý bara fyrir. Varstu hissa varst' 'að, varst'' 'að, varst' 'að? Ha, ha, ha?
Twilight Sparkle: Mjög hissa. Bókasöfn eiga að vera hljóðlát.
Pinkie Pie: Það er fáránlegt. Hvers konar partý væri þetta ef það væri hljóðlátt? Ég meina, döh, bo-ring. Sko, Ég sá þig þegar þú komst hérna fyrst, manstu? Þú varst, halló, og ég var bara,[gasp], manstu? Sko, ég hef aldrei séð þig áður og ef ég hef aldrei séð þig áður þá þýðir það að þú ert ný hérna, því ég þekki alla, og ég meina alla í Faxdad, og ef þú ert ný þýðir það að þú hafðir ekki hitt neinn ennþá og ef þú hefur ekki hitt neinn ennþá þá þýðir það að þú hefur ekki neina vini sem þýðir að þú hlýturðu að vera einmana og það gerði mig svo sorgmædda og ég fékk hugmynd og þess vegna var ég bara [gasp], Ég held bara ofur risa svaka stórt svakalega svakalegt partý og býð öllum í Faxdad. Sko? Og núna hefurðu heilan helling af vinum.
Applejack: Er í lagi, sykurmoli?
[train whistle]
Pinkie Pie: ooooooo, hún er svo glöð að hún er að gráta.
Spike: Hot sauce. Oj.
Pinkie Pie: Hvað? Þetta er gott!
Twilight Sparkle: [groan]
Spike: Hey Twilight! Pinkie Pie er að byrja Setja Halann á Hestinn. Viltu spila?
Twilight Sparkle: Nei! Allir hæsanarnir í þessum bæ eru brjálaðir! Veistu hvað klukkan er?
Spike: Það er kvöld Sumarsólstöðuhátíðarinnar. Allir þurfa að vaka nóttina annars missa þeir af því að prinsessan reisi sólina. Þú ættir að skemmta þér, Twilight. Þett' er partý.
Twilight Sparkle: [hæðandi: Þú ættir að skemmta þér, Twilight. Þett' er partý.] Og ég hélt að ég myndi hafa nægan tíma til að læra um Höfuðskepnur Samlyndis, en, kjáni er ég, allt þetta fáránlega vinabasl hefur haldið mér frá því! Helgisaga hermir að á lengsta degi þúsundasta ársins muni stjörnurnar hjálpa henni að sleppa og hún kemur á eilífri nótt. Ég vona að prinsessan hafði rétt fyrir sér. Ég vona að þetta var bara gömul þjósnsaga.
Spike: Koddu, Twilight! Tími til að sjá sólina rísa!
Pinkie Pie: Er 'ett' ekki spennandi? Ertu spennt, því ég er spennt, ég hef aldrei verið svona spennt, ja, nema þegar ég sá ykkur labba í bæin og ég var bara,[gasp] en ég meina, hvað gæti toppað það?
Mayor: Hryssur og herrafolar, sem bæjarstjóri Faxdads, er mér mikill heiður að lýsa yfir byrjun Sumarsólstöðuhátíðarinnar.
[crowd cheers]
Mayor: Eftir bara nokkur andartök mun bærinn okkar verða vitni að göldrum dögunar, og höldum upp á þenna, lengsta dag ársins. Og nú verður það mikill heiður að kynna fyrir ykkur stjórnara landins okkar, sú sama og gaf okkur sólina og tunglið hvern einasta dag, hin góða, hin vitra og sú sem veitti samlyndi til alls Equestria--
Fluttershy: Tilibúin?
Mayor: Celestia prinsessa!
[fanfare; crowd gasps]
Twilight Sparkle: Þetta getur ekki verið gott.
Mayor: verið öll róleg. Það hlýtur að vera til skynsömleg skýring.
Pinkie Pie: Úh! Úh! Ég elska gisk leiki. Er hún að fela sig?
Rarity: Hún er horfin!
Pinkie Pie: Óh, hún er góð. [öskur]
Twilight Sparkle: Óh nei. Martraðar Tungl!
Nightmare Moon: Óh, mínir kæru þegnar. Það hefur verið svo langt síðan ég sá ykkar sól-elskandi smetti.
Rainbow Dash: Hvað gerðirðu við Prinsessuna?
[Applejack: rólegur, {Hreggviður!11}]
Nightmare Moon: [chuckles] Hví? Er ég ekki nógu konungleg fyrir ykkur? Vitið þið hver ég er?
Pinkie Pie: Úh! Úh! Meiri gisk leikir! Öm... {Darth Sidius! Hvað um Darth Maul? Nei! Svarthöfði, Svarthöfði12}!
Nightmare Moon: Gildir kórónan mín ekki lengur, fyrst ég var haldin fanginni í þúsund ár? Munduð þið ekki helgisöguna? Sáuð þið ekki merkin?
Twilight Sparkle: Ég gerði það Og ég veit hver þú ert. Þú ert merin í tunglinu. Martraðar Tungl.
Nightmare Moon: Jæja já, einhver sem man eftir mér. Þú veist þá hví ég er hér.
Twilight Sparkle: Þú ert hér til að... til að... [kyngir]
Nightmare Moon: [chuckles] Munið þennan dag litlu hæsanar, því hann var ykkar síðasti. Frá og með þessum degi mun nóttin endast að eilífu! [Illur hlátur]
[tónlist]
[kredits]

1:Equestria. ég er í mestum tilfellum andstuddur annars flokks þýðingum á fyrsta flokks sérnöfnum

2: Hæsani. þú varst líklega að hugsa "WTF hvað í helvítinu er fokking hæsani, torfkofa íslendingurinn þinn". Svo mikið sem ég veit þá er hæsani ekki til í íslensku formlega þannig að það eru engir torfkofar hérna. Hæsani er mín þýðing á orðinu "pony" sem ég stal úr arabísku af því að arabíska er svöl og japanska orðið virkar eiginlega ekki, ástæðan fyrir því er að það lítur út fyrir að eina orðið sem til er í íslensku fyrir "pony", "smáhestur" er algjörlega út úr kú, að nota það væri eins og að hafa flotta rokkhljómsveit að spila og svo allt í einu kemur einhver amatör að syngja og eyðileggur stemninguna alveg, hinsvegar er hæsani bara freddie mercury eða kyo að sýna sína hæfileika.

3: Höfuðskepnur. Ég var ekki viss hvernig ég ætti að þýða "elements" svo ég leit í orðabókina og fann frumþætti og höfuðskepnur sem þýðingar. Svo auðvitað valdi ég það seinna

4: Veit að það er "Summer Sun Celebration" á upprunalega en við vitum öll hvað það þýðir.

5: þú ert kannski að pæla hvað gerðist eiginlega þarna. Það sem gerðist var að í upphafi var ég að skrifa niður þýðinguna eftir því sem ég heyrði í sjálfum þættinum en það gekk allt of hægt þannig að ég leitaði að transcriptinu, sem ég hafði leitað að áður án neins ágóða, en í það skiptið fann ég það og þess vegna breyttist stíllinn.

6: Faxdad. Ég veit, ég veit, málið er að upprunalega ætlaði ég að leyfa borgunum/bæjunum að hafa nöfnin sín en svo var ég á klósettinu að hugsa um þýðinguna og mér varð auðvitað hugað til Baghdad eins og allt venjulegt fólk, ég hugsaði og hugsaði um hvað ég gæti gert úr því þegar ég hugsaði, fax, Baghdad, Faxdad!

7: Meistari. Oft hef ég verið kallaður meistari af kunningjum mínum og mér finnst það nokkuð flott og einmitt það sem passaði við aðstæðurnar

8: Poofy. Fann ekki viðeigandi þýðingu svo ég hunsaði það

9. Meringrad. Á sama tíma og þegar ég hugsaði upp Faxdad þá fór ég að hugsa hvað ég gæti gert með Canterlot og mér varð þá strax hugað til Mogadishu í Sómalíu en svo til Sovétríkjanna eins og hver önnur skynsamleg manneskja og reyndi að gera eitthvað með Stalingrad út af þegar gerðum Stalliongrad en fattaði ekki neitt svo ég hugaði að leningrad og fattaði upp á Meringrad.

10: ALLAHU AKHBAR! ég hef rekist á "óvæntur glaðningur" en það er fáránlegt og bara "óvænt" passar ekkert þannig að það þurfti auðvitað að vera eitthvað fáránlegt á góðan hátt.

11: Hreggviður. Upprunalega var "Simmer down, Sally" en Rainbow Dash (sem er besti hæsaninn) heitir það ekkert og ég ætla ekki að fara að kalla hana Sollu. Þið eigið eftir að sjá mikið af hreggviði í þessum þýðingum

12: Svarthöfði! þarna var hún að henda hellingi af einkanöfnum á mig sem að var eiginlega of mikið af ensku fyrir þýðingu. Svarthöfði var upprunalega "Black snooty" og þá hugsaði ég að ég ætti bara að gera þetta allt að Star Wars reffrensi.

2 comments:

  1. Smá pæling, ekki dastu í sömu holu og aðrir Íslenskir textagaukar, og þýddir nöfnin beint? Því Ljósaskipta-glitri og Gaddi eru ekki svakalega góð nöfn. Flott að sjá einhvern gera þetta :)

    ReplyDelete
  2. Og smá input: "Frumþættir" er aðeins nánara Elements en Höfuðskepnur, þó myndi ég segja að Höfuðskepnur, í tilfelli MLP, passi frekar vel.

    ReplyDelete